Borgríki (2011) er nú til leigu

image

Poppoli kvikmyndafélag býður nú áhugasömum að kaupa sér aðgang að kvikmyndinni Borgríki (2011) á veraldarvefnum til áhorfs. Borgríki kom út seinni hluta árs 2011 og hlaut mjög góða dóma og aðsókn hér á landi. Hún hefur nú selst til fjölmargra landa sem og til endurgerðar í Bandaríkjunum.

Ráðist var í gerð framhalds árið 2013 og mun sú mynd líta dagsins ljós í október þessa árs. Sem fyrr er handritið skrifað af Hrafnkeli Stefánssyni og Olaf de Fleur, sem jafnframt leikstýrir. Áhorfendur geta átt von á mjög spennandi og kraftmikilli mynd og ekki er verra að vera búinn að sjá fyrri myndina, þó að um sjálfstætt framhald sé að ræða.

Til að horfa á fyrri myndina í gegnum Poppoli fylgið upplýsingum hér fyrir neðan.

Góða skemmtun.

Leiguverð er 399 kr og gildir í 48 klukkustundir.

buy

Svona fer greiðslan fram:

- Greitt er í gegnum Paypal eða beint með kreditkorti.

- Eftir greiðslu ertu áframsend/ur á Sellfy síðuna okkar þar sem þú halar niður skrá með leiðbeiningum til að horfa á myndina.

- Til öryggis færðu einnig sendan tölvupóst með hlekk á þessa skrá.

*Aðeins er mögulegt að leigja myndina á Íslandi / The movie is only available for rental in iceland.

FÁ EKKI GÓÐAR HUGMYNDIR Á ÍSLANDI

image

Kvikmyndaleikstjórinn Ólafur de Fleur situr sveittur við að klippa mynd sína Borgríki 2: Blóð hraustra manna. Myndin er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem hann gerði mikla lukku með fyrir tveimur árum. Og skáldsagan Hraustra manna blóð, eftir Óttar Martin Norðfjörð, er nýkomin út en hana byggir Óttar á grunnhugmynd framhaldsmyndarinnar. Ólafur fékk þá hugmynd á sínum tíma að gaman væri að fylgja Borgríki eftir með bók og hann fékk Óttar til verksins. Þeir náðu vel saman og hræra nú í ýmsum pottum hvor hjá öðrum. Þeir ræða hér um samstarfsverkefnið, sókn á erlenda markaði og yfirheyrslur á geimverum.

Read more

Hollywood-stjarna í Borgríki II

J.J. Feild, sem lék í Hollywood-myndinni Captain America, var staddur hér á landi í gær til að leika í Borgríki II - Blóð hraustra manna, sem er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út 2011.

Read more

Dramað er sykurinn í lífinu - Viðtal við Olaf de Fleur

Það er hægara sagt en gert að ná Ólafi í viðtal, dagskráin er þétt og unnið fram á nætur. Það tekst þó loks einn sólríkan eftirmiðdag í vikunni, enda hefur hann gefið nokkurra daga frí frá tökum „til að fólk geti aðeins andað“, eins og hann orðar það. „Þetta er eins og hver önnur vertíð,“ segir hann. „Gífurlegt álag, en góður mórall, enda góður og samhentur hópur.“

Borgríki II – „Blóð hraustra manna“ er sjálfstætt framhald Borgríkis og sami hópur sem stendur að gerð hennar. „Fyrri myndin var gerð samkvæmt gömlu kaupfélagshugsjóninni og fólk vann þar mjög svo undirlaunað, margir gáfu jafnvel vinnu sína. Það voru bara allir að verða brjálaðir á þessu eilífa hruntali þannig að við gerðum svona pínu fokkjú við heiminn, lokuðum okkur inni í þrjá mánuði og gerðum bíó saman. Nú er fólk hins vegar að fá laun en það er líka meira álag á mannskapnum.“Borgríki er í endurgerðarferli í Bandaríkjunum, þar sem sögusviðið verður Chicago og Ólafur kemur að gerð hennar sem ráðgjafi. „Það er verið að skrifa handritið og þetta lítur bara vel út. Góður leikstjóri, James Mangold sem gerði meðal annars Walk the Line og Wolverine, og góðir framleiðendur. Mér líst mjög vel á þetta en maður þorir aldrei að treysta neinu í þessum bransa fyrr en tökur eru hafnar.“

Read more

Borgríki er komin út á DVD - þar er að finna, ásamt myndinni, ýmislegt aukaefni svo sem commentary, gerð myndarinnar ofl.

Ódauðleg Ást eftir Ómar Hauksson | Framleidd af Olaf de Fleur og Kristínu Þórðardóttir

Edduverðlaun | Tilnefningar 2012

Eddutilnefningar voru tilkynntar á dögunum og erum við hjá Poppoli kvikmyndafélagi afar stolt yfir því að hafa fengið 13 tilnefningar í hús fyrir myndir okkar Borgríki og Kurteist fólk sem báðar komu út á síðasta ári. Borgríki hlaut meðal annars tilnefningu sem besta mynd, en Olaf de Fleur hlaut einnig tilnefningu fyrir bestu leikstjórn og Sigurður Sigurjónsson tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki. Kurteist fólk hlaut tilnefningu fyrir besta handrit og Eggert Þorleifsson tilnefningu sem leikari í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína sem Markell sveitasjóri í Búðardal. Við erum stolt og hrærð og viljum þakka öllu okkar tökuliði og leikurum sem hafa komið að gerð mynda okkar, sem og tónlistarfólki sem ljáð hefur myndunum sína tóna og stuðningsaðillum sem hafa styrkt okkur með fé eða vörum. Kvikmyndamiðstöð Íslands og dreifingaraðilli okkar Myndform frá alveg sérstakar þakkir fyrir farsælt samstarf. Eddunni verður sjónvarpað beint frá Gamla Bíó á Stöð 2 næstkomandi laugardagskvöld. Hér fyrir neðan getur að líta fullt yfirlit yfir tilnefningar sem myndir okkar hlutu.

Borgríki:

BÍÓMYND ÁRSINS

Leikstjóri ársins: Olaf De Fleur Johannesson

Leikari ársins í aðalhlutverki: Sigurður Sigurjónsson

Kvikmyndataka ársins: Bjarni Felix Bjarnason & Gunnar Heidar

Klipping ársins: Olaf de Fleur & Sigurður Eyþórsson

Hljóð ársins: Gunnar Arnason

Leikmynd ársins: Heimir Sverrisson

Búningar ársins: Ellen Loftsdottir

Gervi ársins: Elín Reynisdóttir & Eygló Ólöf Birgisdóttir

Kurteist Fólk:

Handrit ársins: Olaf De Fleur Johannesson & Hrafnkell Stefánsson

Leikkona ársins í aukahlutverki: Halldóra Geirharðsdóttir & Margrét Ákadóttir

Leikari ársins í aukahlutverki: Eggert Þorleifsson

Borgríki | Endurgerð í Hollywood

Glæpamyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson hefur lagst vel í landann og hefur að auki vakið athygli og áhuga stórlaxa í Hollywood. Greint hefur verið frá því að leikstjórinn James Mangold hyggist endurgera Borgríki Vestanhafs.

Mangold var þó síður en svo eini þungavigtarmaðurinn sem sýndi mynd Ólafs áhuga og nokkuð margir munu hafa verið um hituna. Fréttatíminn hefur þannig heimildir fyrir því að einn heitasti leikstjórinn í Bandaríkjunum um þessar mundir, sjálfur Christopher Nolan, hafi sýnt Borgríki áhuga en lögmaður hans mun hafa falast eftir því að fá að skoða myndina.

Nolan hefur undanfarin ár gert það gott með nýju myndunum um Batman og sló hressilega í gegn með Inception í fyrra.

Borgríki Wojciech Golczewski - Tónlist úr myndinni

Borgríki | Biofilman | Gagnrýni

★★★★

Magnús Michelsen

Borgríki er nútíma glæpasaga úr reykvískum raunveruleika sem segir frá serbneskum bifvélavirkja sem missir ófætt barn sitt í árás. Í hefndaraðgerðum sínum tvinnast örlög hans saman við lögreglukonu sem ýtt er út á ystu nöf, spilltan yfirmann hennar í fíkniefnadeild lögreglunnar og glæpakóng sem er að missa tökin á veldi sínu.

Almennt er ég ekki mjög hrifinn af íslenskum myndum, því satt best að segja hefur fólk sem á ekkert erindi í kvikmyndagerð verið að gera kvikmyndir. Undanfarin ár hafa myndirnar þó farið batnandi og er það þannig í dag að flestar þeirra (a.m.k. þær sem ég sé) eru bara frekar góðar, og virðumst við standa jafnvíg sama hvaða stefnu kemur að. Sbr Reykjavík-Rotterdam, Blóðbönd og Brúðgumann. Allt ólíkar myndir en allar afbragðsgóðar.

Read more

Borgríki Karakterar - Viðtöl við leikara

Loading posts...